UM OKKUR
Parketslípun og parketlagnir
Sérhæfing okkar felst í parketslípun og parketlögnum fyrir heimili og fyrirtæki.
Slitin gólfefni eru endurnýjuð með nákvæmri parketslípun og yfirborð unnið með endingargóðum efnum.
Lagt er bæði hefðbundið viðarparket og parketlagnir, að þínu vali þar sem fagmennska og snyrtilegur frágangur eru í forgrunni. Við vinnum með mörgum fremstu verktökum landsins eins og ístak, EE Sigurðsson, Bygg og fleirum.
30 ár í Málningarþjónustu
Við búum yfir áratuga reynslu í húsaviðgerðum, málningarvinnu og endurbótum. Sérhæfing okkar nær til málunar á veggjum, svölum, þökum og öðrum yfirborðum – allt unnið af nákvæmni og fagmennsku. Við byrjum á því að fara yfir litavalkosti með viðskiptavinum og gerum sýnishorn á veggjum til að tryggja að útkoman verði í takt við væntingar. Við tökum einnig að okkur sprunguviðgerðir og ýmis konar lagfæringar. Við notum hágæða epoxýefni og getum endurnýjað nánast hvaða yfirborð sem er. Treystu fagfólki með reynslu – við látum eignina þína njóta sín til fulls.
Sólpallaslípun
Sólpallaslípun lætur gamlan og slitinn pall líta út eins og nýjan. Við fjarlægjum óhreinindi, sprungur og slitna yfirborðsmeðferð af nákvæmni, sem hefur safnast upp með árunum.
Við notum hágæða efni sem vernda viðinn og lengja endingu hans, jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.
Vel unnin slípun ásamt réttri olíu- eða lakkmeðferð tryggir fallegt útlit, öryggi og mikla slitþol.
þrifþjónusta
GERUM HREINT varð til út frá einfaldri hugmynd – við vildum gera hversdaginn léttari og heimili og vinnustaði hreinni og notalegri. Við byrjuðum sem lítið teymi með ástríðu fyrir þrifum og smáatriðum.
Fljótt kom í ljós að sífellt fleiri þurfa ekki bara þrif, heldur líka traust og ró, með vissu um að allt verði gert nákvæmlega og á réttum tíma. Þess vegna höfum við frá upphafi lagt áherslu á áreiðanleika, sveigjanleika og persónulega þjónustu við hvern og einn sem treystir okkur
Við hjá Veggir og gólf erum stolt af því að bjóða þjónustu okkar um allt Ísland. Hvort sem þú býrð í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði eða einhvers staðar þar á milli, erum við tilbúinir að koma og sinna þínum verkefnum. Gæði og fagmennska okkar nær til allra landshluta.
Við vinnum þar sem verkefnin eru.

Umsögn viðskiptavina.
Björgvin ívar Baldursson
Paddys, veitigahús Keflavík. Parketslípun
Bogi Haraldsson
Keflavík
Flott þjónusta og fallegt gólf.
Sigurður Þór Arnarson
Parketslípun og lýsingin tókst mjög vel.

